á endalausu ferðalagi...
mánudagur, apríl 25, 2005
Gleðilegt sumar.....
Það er sko greinilegt að hér er að koma sumar. Hér er allur gróður að byrja blómstra, ekkert næturfrost og ég er bara á flíspeysu en ekki úlpu.
Við Gústi áttum frekar rólega helgi. Við fórum á grænmetismarkaðinn niðri í HC Andersen hverfi og svo fengum við okkur brunch niðri í bæ með Ólöfu og Axel. Á sunnudaginn fórum við að skoða koloni garða og kíktum í leiðinni á Freyju, Gumma og Ársól sem voru að vinna í sínum garði. Við sáum einn garð sem mig langar í en hann kostar 30.ooo dkk, ég á víst ekki alveg svona mikinn pen. þannig að við ætlum bara að halda áfram að skoða.
Núna er enn ein vinnuvikan að byrja og áður en ég veit af þá eru prófin búin! Kannski bara komið haust aftur.

Þóra ferðalangur Þóra skrifaði.